Notkunarleiðbeiningar:
Magic Mask er gel maski sem kemur í dufti og er einnota. Duftið á að blanda í 30 ml af vatni og bera síðan á andlit, en þetta er einn af fáum möskum sem má bera yfir augu og augnhár og festist ekki í hárum þegar hann er tekinn af. Bíða á með maskann í 15 mínútur en á þeim tíma verður hann að gel-gúmmíkenndri grímu sem síðan er auðveldlega flett af og skilur húðina eftir hreina og endurnærða. Gel-gúmmíkennda gríman má síðan farga með lífrænum úrgangi heimilisins.