Það var draumur Ingu Elínar að hanna diska með Veltibollunum, sem varð að veruleika á síðasta ári þegar Skýjadiskarnir urðu til. Nú hefur Inga Elín stækkað línurnar sínar og eru samtals 23 mismunandi diskar í boði.
Þeir eru fullkomnir undir bakkelsið, súkkulaðimolana eða aðra smærri rétti og henta einnig vel sem hliðardiskar á matarborðið.