Það sem einkennir Havana Nights er seiðandi tóbakslaufa-og viðarilmur sem verður óneitanlega uppáhald margra. Ilmurinn dregur nafn sitt frá höfuðborg Kúbu, Havana hvar fortíðin finnst í nútímanum. Sætur ilmur tóbakslaufa berst út frá bóhem börum borgarinnar og blandast iðandi mannlífi. Mannlífi sem dansar sig inn í nóttina og geymir leyndarmál liðinna tíma.
Áhersluilmar Havana Nights eru leður í toppi, tóbakslauf í hjarta og er ráðandi grunnurinn tekkviður.
Reykjavík Candle Co. kertin eru hvorki skaðleg heilsu, né umhverfinu og eru ekki prófuð á dýrum
Náttúrulegt 100% hreint sojavax
Hreinar og vottaðar ilmolíur
Vistvænir bómullar/trékveikir
Stærð: 200gr