Við kynnum með stolti nýjustu hönnun Ingu Elínar. Veltibollar úr svörtu postulíni, handmálaðir af mikilli nákvæmni með þykkri 24 karata gyllingu.
Fyrsta upplagið í þessari sérstöku línu inniheldur mynstrin Regn, Læk, Spíral og Vetur og er framleidd í takmörkuðu upplagi.
Handgerður Veltibolli úr svörtu postulíni, málaður með þykkri 24 karata gyllingu og þolir því ekki uppþvottavélar og örbylgjuofna.
Bollinn hefur þann eiginleika að hitna ekki efst þegar hellt er í hann allt að 150 millilítrum.