
VÖRN GEGN VEÐRI OG VINDUM
Ísafold dúnúlpan er hönnuð með heimskautaloftslagið í huga. Úlpan er einangruð með hágæða gæsadún sem einangrar einstaklega vel og heldur þér hlýrri. Ísafold er klassísk og tímalaus hönnun sem endist. Ytri skel úr vatnsheldu og vindheldu efni tryggir að þú haldist hlý og þurr við erfiðar vetraraðstæður.
- Vatnshelt Diamondium-efni, 10k-10k
- Dúneinangrun (80/20) með Fill power 650
- Innri vasi fyrir farsíma
- Vasar að framan með hlýju efni að innan
- Stroff innan í ermum
- Hágæða gerviloðkragi sem má taka af
- Stillanleg í mittinu
- Tvöfaldur rennilás að framan
- Segulsmellur á stormlista og vösum