Fabia Design
Fabia er íslenskt hönnunarmerki sem leggur metnað sinn í að fegra heimili með vöru úr umhverfisvænu hráefni. Allar vörur merkisins eru hannaðar þannig að þær skilji eftir sig eins lítið umhvefisspor og mögulegt er. Þó að fagurfræðin á bakvið hverja vöru sé alltaf útgangspunkturinn þegar varan er hönnuð taka eftirfarandi þættir ekki minna pláss í heildar hönnunarferlinu.
- Efnisval: Við val á efni er haft í huga hvernig hráefnið er framleitt og hvaða ferli það fer í gegnum til að hægt sé að vinna úr því vöru. Lokafrágangur vörunnar er þannig að hann er auðveldlega endurvinnanlegur.
- Form og flutningur: Hver vara er hönnuð með það að markmiði að efnisnýtingin sé sem best til að sem minnst fari til spillis. Reynt er að forðast alla íhluti til samsetningar og er lögun vörunnar höfð þannig að sem minnst fari fyrir henni í flutningi.
- Umbúðir: Allar umbúðir eru úr endurunnu og/eða umhverfisvottuðu efni.
Fabia Design var stofnað af Guðnýju Björk Pálmadóttir.